-
Date302025 maí
Sumarnámskeið í Grensáskirkju fyrir 6-9 ára börn
Grensáskirkja býður upp á sumarnámskeið fyrir börn vikurnar 10.-13. júní og 16.-20. júní nk. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6-9 ára. Dagskráin mun fara fram í kirkjunni, safnaðarheimilinu, sem og í nærumhverfi kirkjunnar. Umsjón með starfinu hefur Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi. Verið hjartanlega velkomin á sumarnámskeið í Grensáskirkju.
Date252025 maíKirkjan iðar af lífi
Kirkjur Fossvogsprestakalls iða af lífi, bæði Bústaðakirkja og Grensáskirkja. Kórar halda tónleika. Til dæmis hélt Kór Skaftfellinga tónleika í Grensáskirkju í maí. Myndin sem fylgir þessarsi umfjöllun er einmitt frá þeim tónleikum. Bústaðakirkja og Grensáskirkja vilja vera sem opinn faðmur fyrir sóknarbörnin og alla sem hingað vilja leita. Yfir sumartímann fer reglulegt sunnudagshelgihald fram kl. 20 í Bústaðakirkju og kl. 11 í Grensáskirkju. Verið hjartanlega velkomin.
Date152025 maíFyrsta kvöldmessan í Bústaðakirkju, framundan
Fyrsta kvöldmessan í Bústaðakirkju, þetta sumarið fer fram sunnudaginn 18. maí nk. kl. 20. Edda Austmann Harðardóttir mezzósópran og Antonía Hevesí píanóleikari annast um tónlistina. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir flytur hugvekju og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.
Viðburðir
Þjónusta
Fréttir
Fréttir
Fastir liðir