sr. Þorvaldur Víðisson
Ásta Haraldsdóttir
Kammerkór Bústaðakirkju samanstendur af öflugu söng- og tónlistarfólki. Formaður kórsins er Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Jafnframt er starfsræktur karlakórinn Tónbræður, sem Jóhann Friðgeir sinnir jafnframt forystu fyrir. Organisti Bústaðakirkju og stjórnandi kóranna er Jónas Þórir kantor Bústaðakirkju.
Séra Skúli Sigurður Ólafsson flutti erindi í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Yfirskrift erindisins var: Hvað tók við af dýrðlingunum? Sálarheill og sálarró á 17. öld. Við þökkum öllum sem tóku þátt.
Fræðslukvöld var haldið með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra fimmtudaginn 17. október sl. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir fjallaði um sorg, áföll og viðbrögð við missi. Við þökkum fermingarbörnunum, foreldrum þeirra og forráðamönnum góða samveru og þátttöku í fræðslukvöldinu.