Sr. Þorvaldur Víðisson
Ásta Haraldsdóttir
Sumarið er rólegur tími í kirkjustarfinu. Síðasta messan í Grensáskirkju fyrir sumarlokun fer fram sunnudaginn 13. júlí nk. kl. 11:00. Sumarlokun Grensáskirkju verður að venju frá 20. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Engin messa fer fram þá sunnudagana í Grensáskirkju. Kvöldmessur eru alla sunnudagana í Bústaðakirkju í sumar kl. 20, utan sunnudaginn um verslunarmannahelgi. Verið hjartanlega velkomin í kirkju í sumar.
Grensáskirkja býður upp á sumarnámskeið fyrir börn vikurnar 10.-13. júní og 16.-20. júní nk. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6-9 ára. Dagskráin mun fara fram í kirkjunni, safnaðarheimilinu, sem og í nærumhverfi kirkjunnar. Umsjón með starfinu hefur Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi. Verið hjartanlega velkomin á sumarnámskeið í Grensáskirkju.
Kirkjur Fossvogsprestakalls iða af lífi, bæði Bústaðakirkja og Grensáskirkja. Kórar halda tónleika. Til dæmis hélt Kór Skaftfellinga tónleika í Grensáskirkju í maí. Myndin sem fylgir þessarsi umfjöllun er einmitt frá þeim tónleikum. Bústaðakirkja og Grensáskirkja vilja vera sem opinn faðmur fyrir sóknarbörnin og alla sem hingað vilja leita. Yfir sumartímann fer reglulegt sunnudagshelgihald fram kl. 20 í Bústaðakirkju og kl. 11 í Grensáskirkju. Verið hjartanlega velkomin.