Sr. Þorvaldur Víðisson
Ásta Haraldsdóttir
Í kvöld áttu fermingarbörn og forráðamenn úr Grensássókn og Bústaðasókn saman dýrmæta stund í Bústaðakirkju með prestunum sínum og æskulýðsfulltrúa.
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir ræddi um sorg og sorgarviðbrögð af mikilli þekkingu, næmni og nærgætni.
Ketill Ágússon lék á flygil og gítar og flutti frumsamið lag sem hann tileinkaði ömmu sinni sem er fallin frá.
Það ríkti hlý og notaleg stemning í kirkjunni þar sem samvera, samkennd og tónlist runnu saman í dýrmæta kvöldstund.
Bjarni Arason og hljómsveit fylltu Bústaðakirkju á hádegistónleikum miðvikudaginn 22. október sl. Bjarni Sveinbjörnsson lék á bassa, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar og Jónas Þórir á flygil. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika í Bústaðakirkju.
Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir héldu dásamlega hádegistónleika í Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. október sl. Á dagskrá voru Bítlalög í klassískum búningi ásamt fleiri skemmtilegum lögum. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um kynningu og bæn í lok tónleikanna. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin.