Jónas Þórir
Sr. Laufey Brá Jónsdóttir
Fermingarfræðsla í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, hefst með námskeiði eftir miðjan ágúst. Skráning fer fram hér á vefnum og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylli skráningarformið vel út, skrái þar rétt netföng og heimilisföng því samskiptin í framhaldinu fara heilmikið fram í gegnum tölvupóst. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur málið. Verið hjartanlega velkomin í fermingarstörfin í Fossvogsprestakalli.
Eva Sól Andrésdóttir og Gréta Petrína Zimsen voru útskrifaðar úr Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar við hátíðlega athöfn í Grensáskirkju, sunnudaginn 4. maí sl. Sr. Laufey Brá Jónsdóttir þjónaði fyrir altari. Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi Fossvogsprestakalls afhenti þeim útskriftarskjölin fyrir hönd Leiðtogaskólans. Við óskum Evu Sól og Grétu Petrínu innilega til hamingju með útskriftina. Guð verndi þær í lífi og starfi.
Listaverk leikskólabarna frá leikskólum hverfisins prýða anddyri Bústaðakirkju þessa dagana. Sýningin var opnuð í dag, á Sumardaginn fyrsta. Þá fór fram í Bústaðakirkju stutt samvera áður en gengið var fylktu liði í skrúðgöngu niður í Vík. Skólahljómsveit Austurbæjar spilaði nokkur vel valin lög, Antonía Hevesí lék á píanó með Fanný Lísu Hevesí, sem söng tvö sumarleg lög. Hjalti Guðmundsson formaður nemendafélags Réttarholtsskóla flutti ávarp. Við þökkum fyrir samveruna í Bústaðakirkju í dag. Gleðilegt sumar.