Ásta Haraldsdóttir
Sr. Laufey Brá Jónsdóttir
Þriðja bókin í þríleiknum VONIN akkeri fyrir sálina, KÆRLEIKURINN fellur aldrei úr gildi og TRÚIN flytur fjöll, er komin út. Alla innihalda þær safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um trú, von og kærleika. Höfundur bókarinnar er séra Þorvaldur Víðisson og útgefandi er Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan, sem er til húsa á fyrstu hæðinni í Bústaðakirkju.
Fermingarbörnin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju munu ganga í hús fimmtudaginn 6. nóvember nk. og safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Söfnunin mun fara fram á milli kl. 17-20. Um er að ræða árlega söfnun fermingarbarna á landinu öllu til stuðning vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Við biðjum alla góðfúslega að taka vel á móti fermingarbörnunum og styðja vel við bakið á mikilvægu og faglegu starfi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Hrekkjavakan var sýnileg í Grensáskirkju í liðinni viku. Þar mátti sjá beinagrindur, drauga, köngulær og annan óhugnað. Umgjörð barna- og æskulýðsstarfsins var því heldur óhugguleg þá vikuna, eins og myndirnar bera með sér. Séra Guðný Hallgrímsdóttir, sérþjónustuprestur, átti heiðurinn af skreytingunum öllum. Hrekkjavökuhátíð var haldin í æskulýðsstarfi fatlaðra. Skreytingarnar vöktu mikla lukku í Grensáskirkju.