Hólmfríður Ólafsdóttir
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember nk. kl. 17:00. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, mun flytja hátíðarávarp. Barnakór Fossvogs syngur og Kammerkór Bústaðakirkju. Jónas Þórir leiðir hljómsveit, einsöngvara, dúó, tríó og barnakór. Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Bústaðakirkju.
Fulltrúar Bústaðakirkju og Kvenfélags Bústaðasóknar heimsóttu Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, föstudaginn 14. nóvember sl. Þar afhentu fulltrúar safnaðarins og kvenfélagsins, Ernu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Ljóssins fjárframlag sem var afrakstur Bleiks október í Bústaðakirkju. Andrea Þóra Ásgeirsdóttir, kirkjuhaldari, afhenti Ernu staðfestingu þessa, eins og sést á myndinni.
Mánudaginn 24. nóvember var líf og fjör í Grensáskirkju, eins og reyndar marga aðra daga. Þann mánudaginn komu hátt í 500 manns í kirkjuna. Fyrst var þar fjölmenn útför og svo hélt kirkjukór Grensáskirkju sína vikulegu æfingu. Að henni lokinni fóru fram tónleikar Suzuki tónlistarskólans. Hjálparstarf kirkjunnar hélt fund um vonina og síðan fór fram æfing Óperukórsins um kvöldið. Svona eru dagarnir stundum í kirkjum Fossvogsprestakalls. Við þökkum fyrir samveruna í Grensáskirkju.