Jónas Þórir
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Þátttaka í helgihaldi og allri dagskrá Bústaðakirkju og Grensáskirkju á aðventu, jólum og um áramótin var að jafnaði góð. Á aðfangadagskvöld voru kirkjurnar báðar fullar. Jólaball Fossvogsprestakalls var haldið í Bústaðakirkju sunnudaginn 28. desember kl. 15. Metfjöldi sótti jólaballið. Við þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna í helgihaldi kirknanna í Fossvogsprestakalli og allri dagskrá á helgum hátíðum. Gleðilegt ár, með þökkum fyrir hið liðna.