Jónas Þórir
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Dagskrá Fossvogsprestakalls, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í dymbilviku og á páskum er rík og litskrúðug. Hefðbundnir dagskrárliðir eru í báðum kirkjum alla helgidagana um hátíðarnar. Nýjung í helgihaldi er einnig á dagskrá um þessa páska. Guðsþjónusta undir berum himni fer fram við sólarupprás á páskadag um kl. 05:30. Stundin fer fram sunnan við Fossvogskirkju. Nánari upplýsingar um dagskrá prestakallsins má finna á auglýsingunni. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í dymbilviku og á páskum.
Fermingar eru að hefjast í Fossvogsprestakalli. Fermingarathafnirnar eru hátíðarstundir í söfnuðum kirkjunnar. Í Fossvogsprestakalli er aðbúnaður svo ríkur að ekki hefur þurft að takmarka fjölda þeirra sem fylgja hverju fermingarbarni, kirkjurnar báðar eru það rúmgóðar. Allir eru því hjartanlega velkomnir til helgihaldsins. Við biðjum börnunum öllum blessunar á fermingardegi og til framtíðar. Biðjum fyrir þeim og fjölskyldum þeirra, að allt verði þeim til góðs og heilla.
Unga fólkið verður í fyrirrúmi í helgihaldi sunnudagsins í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Motown stemning og kór FÍH í Bústaðakirkju kl. 13, flæðimessa og uppskeruhátíð í Grensáskirkju kl. 11. Barnamessan verður á sínum stað í Bústaðakirkju kl. 11. Verið hjartanlega velkomin.