Jónas Þórir
Fimm ára börn fengu afhenta bókina Litla Biblían í fyrstu barnamessu haustsins í Bústaðakirkju. Karen Jóhannsdóttir leiddi stundina, ásamt fleirum. Þórður Sigurðarson formaður afhenti bókina f.h. sóknarnefndar. Við þökkum öllum sem mættu og hlökkum til að sjá ykkur næst.
Séra Sigurður Rúnar Ragnarsson fyrrum sóknarprestur á Neskaupsstað og prestur í Mosfellsbæ mun þjóna í afleysingum í Fossvogsprestakalli til áramóta. Við bjóðum séra Sigurð Rúnar hjartanlega velkominn til starfa.
Bústaðakirkja óskar eftir að ráða drífandi og lausnarmiðaðan einstakling í starf kirkjuvarðar og umsjónarmanns safnaðarheimilis. Um er að ræða 70-100% starf sem heyrir undir framkvæmdastjóra kirkjunnar. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfni og einstakri þjónustulund.