Sr. Þorvaldur Víðisson
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Sr. Laufey Brá Jónsdóttir
Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir héldu dásamlega hádegistónleika í Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. október sl. Á dagskrá voru Bítlalög í klassískum búningi ásamt fleiri skemmtilegum lögum. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um kynningu og bæn í lok tónleikanna. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin.
Útvarpsmessan á Rás eitt sunnudaginn 19. október nk. verður send út frá Grensáskirkju kl. 11:00. Upptakan fer fram fimmtudaginn 16. október nk. Sunnudagurinn 19. október er dagur heilbrigðisþjónustunnar í þjóðkirkjunni. Þá er lyft upp þjónustu presta og djákna á Landspítalanum og mun starfsfólk Landspítalans taka þátt í messunni ásamt prestum Grensáskirkju. Upptökuna verður síðan hægt að nálgast á spilara RÚV í kjölfar útsendingarinnar.
Kirkjuprakkarar koma saman í Grensáskirkju á þriðjudögum þessar vikurnar. Í samverunum ríkir gleði þar sem leikið er með lego og biblíusögurnar eru kubbaðar. Nú í vikunni var það sagan af Móse í körfunni, sem var á dagskrá. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir starfið ásamt leiðtogum.