sr. Þorvaldur Víðisson
Hólmfríður Ólafsdóttir
Grensáskirkja var þéttsetin í kveðjumessu séra Maríu G. Ágústsdóttur fráfarandi sóknarprests Fossvogsprestakalls og séra Daníels Ágústs Gautasonar fráfarandi æskulýðsprests, sem haldin var sunnudaginn 5. júní 2025 kl. 11:00. Í lok guðsþjónustunnar flutti Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensáskirkju ávarp. Við þökkum öllum sem komu til kirkju á þessum tímamótum.
Jólin og hátíðardagarnir eru tími fjölskyldunnar. Við tökum því undir hvatningu Samanhópsins og hvetjum fjölskyldur til að vera saman um áramótin. Minnum einnig á helgihaldið í Bústaðakirkju og Grensáskirkju á gamlárskvöld og nýársdag. Sjá nánar hér til hliðar. Gleðilega hátíð.
Jólaball Fossvogsprestakalls fór fram sunnudaginn 29. desember kl. 15. Dagskráin hófst á helgistund í Bústaðakirkju. Að helgistund lokinni var farið inn í safnaðarheimili þar sem gengið var í kringum jólatréð. Kaffi og smákökur voru í boði fyrir alla viðstadda. Fjölmenni var á jólaballinu og þökkum við öllum fyrir komuna. Verið hjartanlega velkomin í kirkju um áramótin.