Viðburðir
Viðburðir
  • umsjón

    sr. Þorvaldur Víðisson
    Sigríður Kristín Helgadóttir

    Kyrrðarbænir í Grensáskirkju á fimmtudögum

  • umsjón

    sr. Þorvaldur Víðisson
    Hólmfríður Ólafsdóttir

    Karlakaffi föstudag kl 10:00-11:30

  • umsjón

    Ásta Haraldsdóttir
    Sigurður Rúnar Ragnarsson

    Séra Sigurður Rúnar Ragnarsson messar

  • umsjón

    Hólmfríður Ólafsdóttir
    Jónas Þórir
    Sigríður Kristín Helgadóttir

    Guðsþjónusta í Mottumars

  • umsjón

    Jónas Þórir
    Sigríður Kristín Helgadóttir

    Sunnudagaskóli - Skólahljómsveit Austurbæjar

  • umsjón

    sr. Þorvaldur Víðisson
    Ásta Haraldsdóttir
    Sigríður Kristín Helgadóttir

    Fyrirbænir í Grensáskirkju, hádeginu á þriðjudögum

Þjónusta
Fréttir
Fréttir
  • Date
    06
    2025 March

    Við fögnum nýjum prestum

    Séra Laufey Brá Jónsdóttir og séra Sigríður Kristín Helgadóttir hafa verið ráðnar til starfa í Fossvogsprestakalli. Sjö umsóknir bárust um stöðurnar tvær. Við fögnum ráðningu þeirra og bjóðum þær hjartanlega velkomnar til starfa. 

  • Date
    03
    2025 March

    Börnin og unglingarnir í fyrirrúmi á æskulýðsdaginn

    Æskulýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Fossvogsprestakalli, sunnudaginn 2. mars sl. Skólahljómsveit Austurbæjar lék listir sínar í messu dagsins í Grensáskirkju kl. 11, barnakór Fossvogs söng síðan í guðsþjónustu dagsins í Bústaðakirkju kl. 13. Ungir orgelnemar léku þar á orgel. Barnamessan var á sínum stað kl. 11 í Bústaðakirkju. Við þökkum öllum fyrir samveruna á æskulýðsdaginn í kirkjum Fossvogsprestakalls. 

  • Date
    25
    2025 February

    Sakkeus og kirkjuprakkararnir í LEGÓ

    Sagan af Sakkeus var á dagskrá í kirkjuprakkarastarfinu í Grensáskirkju í dag. LEGÓ er notað til að miðla frásögum Biblíunnar í starfinu, en frásögur Biblíunnar fjalla um elsku Guðs til mannsins og heimsins. Hinn kristni boðskapur er boðskapur mildi og hlýju, fyrirgefningar og kærleika. Sakkeus er ein af kjarnapersónum Biblíunnar og má sjá hann hér upp í tréi á legóspjaldinu í Grensáskirkju. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi hefur umsjón með kirkjuprakkarastarfinu. Verið hjartanlega velkomin í starfið.

     

Fastir liðir

Helgihald