Sr. Þorvaldur Víðisson
Ásta Haraldsdóttir
Bjarni Arason og hljómsveit fylltu Bústaðakirkju á hádegistónleikum miðvikudaginn 22. október sl. Bjarni Sveinbjörnsson lék á bassa, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar og Jónas Þórir á flygil. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika í Bústaðakirkju.
Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir héldu dásamlega hádegistónleika í Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. október sl. Á dagskrá voru Bítlalög í klassískum búningi ásamt fleiri skemmtilegum lögum. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um kynningu og bæn í lok tónleikanna. Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin.
Útvarpsmessan á Rás eitt sunnudaginn 19. október nk. verður send út frá Grensáskirkju kl. 11:00. Upptakan fer fram fimmtudaginn 16. október nk. Sunnudagurinn 19. október er dagur heilbrigðisþjónustunnar í þjóðkirkjunni. Þá er lyft upp þjónustu presta og djákna á Landspítalanum og mun starfsfólk Landspítalans taka þátt í messunni ásamt prestum Grensáskirkju. Upptökuna verður síðan hægt að nálgast á spilara RÚV í kjölfar útsendingarinnar.