27
2024 April

Á fimmtudagsmorgnum kl. 10-12 safnast saman hópur af fólki í forsal Grensáskirkju. Þar er spjallað og prjónað og mikið hlegið. Ávallt er gott með kaffinu á þessum óformlegu samverustundum. Næsta skipti verður fimmtudaginn 4. maí og við erum öll velkomin. 

Það var Þuríður Guðnadóttir, sem lengi var kirkjuvörður í Grensáskirkju, sem hafði frumkvæði að þessum stundum. Sr. Hreinn Hákonarson, þá fangaprestur, leit gjarna við þegar hann var með skrifstofu sína í húsinu. Gaf hann hópnum nafnið Maríuklúbburinn til heiðurs Maríu móður Jesú. 

Í baksýn má sjá listaverk eftir nemendur í Fjölbrautarskólanum við Ármúla en sýning á verkum þeirra stendur nú yfir í forsal Grensáskirkju. 

Staðsetning / Sókn