Vinavoðir félagsskapur sem prjóna saman.
Vinavoðir félagsskapur sem prjóna saman.
Hvað eru vinavoðir? Vinavoðir byggja á hugsjón Prayer Shawl Ministries í Bandaríkjunum þar sem fjöldi handavinnuhópa hefur verið stofnaður til að prjóna og hekla sérstök bænasjöl eða trefla.
Bænasjölin hafa verið gefin áfram sem vinarvottur og hlýjar blessunaróskir til sjúklinga og annarra sem eru staddir á krossgötum í lífi sínu.
Hugsjónin hefur breiðst út víða um heim og orðið mörgum til blessunar, bæði þeim sem gefa og þiggja.
Þú ert velkomin að vera með okkur og við hlökkum til að hitta þig. Garn verður á staðnum sem hægt er að prjóna úr og fólk verður að koma með sína eigin prjóna.
heitt á könnunni.
Umsjónaraðili/-aðilar