Syngjum jólin inn í Grensáskirkju
Að syngja jólin inn á sér rætur á Englandi og er hefðin einnig vel þekkt víða um Norðurlöndin. Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa komu jólanna með því að syngja ástkærustu jólasálmana. Það munum við svo sannarlega gera næsta sunnudag, 21. desember, klukkan 11.
Kór Grensáskirkju mun leiða sönginn undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Einnig munu nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík leika fyrir okkur ljúfa jólatónlist. Sr. Laufey Brá mun þjóna ásamt messuþjónum.
Eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og smákökur.
Hlökkum til að sjá ykkur í Grensáskirkju.
Syngjum jólin inn í Grensáskirkju
Að syngja jólin inn á sér rætur á Englandi og er hefðin einnig vel þekkt víða um Norðurlöndin. Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa komu jólanna með því að syngja ástkærustu jólasálmana. Það munum við svo sannarlega gera næsta sunnudag, 21. desember, klukkan 11.
Kór Grensáskirkju mun leiða sönginn undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Einnig munu nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík leika fyrir okkur ljúfa jólatónlist. Sr. Laufey Brá mun þjóna ásamt messuþjónum.
Eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og smákökur.
Hlökkum til að sjá ykkur í Grensáskirkju.