Skírdagskvöld í Grensáskirkju

Kl. 20 á skírdagskvöld söfnumst við saman í kirkjunum okkar til altarisgöngu. Í messulok er altarið afskrýtt og fimm rauðar rósir koma í stað hvíta dúksins, Biblíunnar og kertanna sem ávallt prýða borðið í hjarta kirkjunnar. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi, Ástu Haraldsdóttur og Kirkjukór Grensáskirkju.

Á skírdagskvöld minnumst við síðustu kvöldmáltíðar Jesú með lærisveinum sínum. Máltíðarsamfélagið er í kjarna kristinnar trúar, að Guð er með okkur og nærir okkur, einnig í dag. Í samfélaginu speglast líka einsemdin. Eftir máltíðina mátti Jesús reyna sárustu einsemd í Getsemanegarðinum en myndin sem fylgir hér er einmitt tekin í kapellunni í garðinum. Þetta tvennt, samkennd og einsemd, er umfjöllunarefni skírdagskvölds og föstudagsins langa.