Grensáskirkja sunnudaginn 23. nóvember kl. 11 - síðasti dagur kirkjuársins

Sunnudagurinn 23. nóvember er síðasti sunnudagur kirkjuársins og það þýðir aðeins eitt:  Það styttist í þá stund er við tendrum fyrsta kertið á aðventukransinum.  

Að venju er guðsþjónusta kl. 11.

Margrét Pálmadóttir ásamt söngkonum frá Domus Vox munu koma og syngja með okkur og fyrir okkur. 

Ásta Haraldsdóttir organisti Grensáskirkju sér um undirleik. 

Sr. Sigríður Kristín þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum og altarisgangan er á sínum stað.  

Heitt er á könnunni bæði fyrir og eftir messu. 

Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju.