Páskamorgun í Grensáskirkju: Messa og morgunverður kl. 8

Við hátíðarguðsþjónustu á páskamorgni kl. 8 prédikar sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Sr. María G. Ágústsdóttir, Kirkjukór Grensáskirkju og Ásta Haraldsdóttir flytja Hátíðatón sr. Bjarna Þorsteinssonar. 

Morgunmatur eftir messu er í boði sóknarnefndar Grensássóknar og í umsjá Kristínar Hraundal, kirkjuvarðar. 

Að rísa úr rekkju með páskasólinni er forn siður og sannast sem áður að morgunstund gefur gull í mund. 

 

Hátíðarguðsþjónusta er einnig á páskadag í Mörk, hjúkrunarheimili kl. 14. 

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt Ástu Haraldsdóttur og Kirkjukór Grensáskirkju. 

Myndin hér til hliðar er einmitt tekin á páskadag í Mörk árið 2019, falleg veggskreyting með gleðilegum boðskap.