Pappaboltaorrusta í æskulýðsstarfinu í Grensáskirkju

Við ætlum í pappaboltaorrustu á þriðjudaginn í æskulýðsstarfinu. Pappaboltar munu fljúga og við verðum að gera okkar besta til að forðast þá. Svolítill hasar til að hrista vikuna upp!

Æskulýðsstarfið Pony er í Grensáskirkju þriðjudaga kl. 20-21.30. Allir unglingar í 8.-10. bekk eru velkomnir.

Umsjón með starfinu hafa Hilda og Viktoría.