Níu lestar og sálmar

Níu lestar og sálmar kl. 11:00. Guðsþjónustu form sem á sér fyrirmynd til Kings Collage í Cambridge á Englandi þar sem lestar og jólasálmar skiptast á. Lesnir eru ritningarlestar úr 1. Mósebók, spámannaritunum og guðspjöllunum sem leiða okkur frá syndafallinu, til fyrirheitanna um Messías og að fæðingu hans. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum, Ásta Haraldsdóttir spilar og Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Verið hjartanlega velkomin