Messa á kristniboðsdaginn

Kristniboðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í Grensáskirkju kl. 11 sunnudaginn 12. nóvember. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og leiðir sönginn ásamt Ástu Haraldsdóttur, organista. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, messuþjónar lesa ritningarlestra og bænir. Samskot verða tekin til kristniboðs- og hjálparstarfs á erlendri grundu. 

Heitt á könnunni og eitthvað gott með á eftir. Verum velkomin í samfélagið í kirkjunni. 

Á heimasíðu Kristniboðssambandsins má lesa um Kristniboðsdaginn 2023:

https://sik.is/kristnibodsdagurinn-12-november-2023/

Þar er líka bent á leiðir til að styrkja starfið:

Einfaldasta leiðin til að gefa til starfs Kristniboðssambandsins er að leggja inn á gjafareikninga þess. Það má gera í útibúi viðkomandi banka eða í heimabönkum. Eins má að sjálfsögðu afhenda gjafir á skrifstofu SÍK, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík.

Gjafareikningar SÍK eru:

Íslandsbanki                 0515-26-002800
Landsbankinn               0117-26-002800
Arion banki                   0328-26-002800

Kennitalan er 550269-4149

Einnig er hægt að hringja á skrifstofu SÍK í síma 533 4900 og gefa upp kreditkortanúmer.

Á heimasíðunni er sagt frá starfi SÍK í Pókot í Kenyju en þangað rennur gjafaféð meðal annars. 

  1. Heilsugæsla. Í henni felst rekstur tveggja heilsustöðva, þar sem fólk fær aðhlynningu eða er vísað áfram til sjúkrahúsa hérðasins. Eins er farið víða um héraðið til afskekktra staða til að veita þá þjónustu og bólusetja. Þessu tengist öflugt fræðslustarf til forvarnar.
  2. Skólastarf. Kirkjan hefur með aðstoð kristniboðsins og annarra aðila byggt upp eða er að byggja upp 63 grunnskóla og sex framhaldsskóla, sem allir eru með heimavist nema einn. Fylgst er með starfi skólanna og þeim veitt aðstoð, en flestir kennaranna eru á launum ríkisins.
  3. Landbúnaður. Unnið er að endurbótum á sviði landbúnaðar. Fólki er veitt hjálp í vali á hvað best sé að rækta á hverjum stað og við að útvega sáðkorn. Jafnframt þessu er fólk hvatt til að neyta fjölbreyttrar fæðu og rækta það sem til þarf. Kvikfjárræktin fær einnig sinn hlut þar sem bændum er kennt að hugsa betur um skepnurnar, að láta bólusetja þær gegn helstu kvillum og fleira. Nú er að fara af stað sérstakt úlfaldaverkefni fyrir fólk sem býr á þurrum sléttunum í Pókot.
  4. Kvennastuðningur. Sérstakt verkefni er í gangi til að hjálpa konum til sjálfshjálpar og styðja þær til tekjuöflunar á ýmsum sviðum.