Gengið verður til altaris
Messa fer fram í Grensáskirkju á öðrum sunnudegi í aðventu, 7. desember nk. kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Annar sunnudagur í aðventu er kirkjudagur Grensáskirkju en þann dag var kirkjan vígð árið 1996.
Guðspjall dagsins eru orð Jesú úr Markúsarguðspjalli, sem eru eftirfarandi:
Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“
Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju.
Kirkjudagur Grensáskirkju
Messa fer fram í Grensáskirkju á öðrum sunnudegi í aðventu, 7. desember nk. kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Annar sunnudagur í aðventu er kirkjudagur Grensáskirkju en þann dag var kirkjan vígð árið 1996.
Guðspjall dagsins eru orð Jesú úr Markúsarguðspjalli, sem eru eftirfarandi:
Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“
Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju.