Ritningarlestrar við messu 14. janúar fjalla um að við erum hvert og eitt dýrmæt í augum Guðs. Við höfum hlutverki að gegna, sem er að vera ljós Guðs til þeirra sem verða á vegi okkar. Guð er okkar styrkur og lífið Guðs gjöf.
Morgunmessan í Grensáskirkju hefst kl. 11. Á undan og eftir er heitt á könnunni og konfektmoli inn í daginn. Í messunni er gengið til altaris sem gefur okkur andlega næringu eins og söngurinn, bænirnar og samfélagið allt.
Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuhópi 2. Ásta Haraldsdóttir kantor leikur fyrir söng sem Kirkjukór Grensáskirkju leiðir.
Myndin sýnir hluta úr altarismynd Leifs Breiðfjörð, meðal annars ,,Alsjáandi auga Guðs."
Verum velkomin til samveru í kirkjunni okkar.
Umsjónaraðili/-aðilar