Messan í Grensáskirkju: Trú eða vantrú - þar er efinn
Messan í Grensáskirkju: Trú eða vantrú - þar er efinn
Sunnudagsmessan í Grensáskirkju er á sínum stað kl. 11. Umfjöllunarefni prédikunar er: Trú eða vantrú - þar er efinn. Við skoðum meðal annars hvernig trúarþel Frans frá Assisi getur varpað ljósi á stóru spurningar lífsins, einnig út frá umhverfiskvíðanum og vistkerfisvandanum. Sr. María G. Ágústsdóttir prédikar og þjónar ásamt messuhópi, Ástu Haraldsdóttur kantor og Kirkjukór Grensáskirkju. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Þess má geta að þennan sunnudag, 1. október, tekur sr. María við sem sóknarprestur Fossvogsprestakalls næstu tvö árin.
Umsjónaraðili/-aðilar