Messa í Grensáskirkju kl. 11: Þakklæti fyrir sköpunina og söngkonur frá Domus Vox

Í messu í Grensáskirkju kl. 11 sunnudaginn 18. september höldum við upp á Dag íslenskrar náttúru og Tímabil sköpunarverksins í tilefni af Grænum september. Söngkonur frá Domus Vox koma og syngja með okkur og fyrir okkur. Stjórnandi er Margrét Pálmadóttir. Ásta leikur á hljóðfærið. Sr. María prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Altarisganga sem ávallt. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu.