Vettvangur kyrrðar í erli daganna

Kyrrðarbænastund fer fram í Grensáskirkju alla fimmtudaga kl. 18:15. Umsjón með stundunum hafa séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur, ásamt séra Bára Friðriksdóttir og Ingunn Björnsdóttir, frá Kyrrðarbænasamtökunum. 

En á vef Kyrrðarbænasamtakanna segir m.a.:

Ein af þeim aðferðum sem litu dagsins ljós á 20. öld er Kyrrðarbæn (Centering prayer) en hún byggir á gamalli hefð sem lýst er í bókinni The Cloud of Unknowing sem skrifuð er á 14. öld af óþekktum enskum munki. Kyrrðarbæn er nútíma heiti fyrir þá aðferð sem Jesús talar um í Fjallræðunni. Hann boðar að: "En þegar þú biðst fyrir skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum" (Matt.6:6). Í tímanna rás hefur þessi bænaraðferð verið nefnd ýmsum nöfnum eins og t.d. pure prayer, prayer of the heart, prayer of simplicity, prayer og faith o.s.frv. (Thomas Keating).

Kyrrðarbæn er einstök og persónubundin aðferð sem býr okkur undir það að vera opin gagnvart Guði. Henni er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir aðrar bænir heldur má segja að Kyrrðarbænin auki dýpt þeirra. Kyrrðarbænin er ekki beiðni til Guðs um eitthvað né heldur úrlausn spurninga eða slökunaræfing. Í henni játumst við nærveru og verkan Guðs innra með okkur. Sá ásetningur getur síðan opnað augu okkar og skerpt athygli okkar á því að skynja nærveru hans á öllum tímum og í allri sköpun hans. (Af vef Kyrrðarbænasamtakanna)

Kyrrðarbænastundirnar eru öllum opnar og þáttaka er öllum að kostnaðarlausu. 

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kyrrðarbænastund í Grensáskirkju.

Leið til að tengjast Guði sem býr í hjarta okkar

Kyrrðarbænastund fer fram í Grensáskirkju alla fimmtudaga kl. 18:15. Umsjón með stundunum hafa séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur, ásamt séra Bára Friðriksdóttir og Ingunn Björnsdóttir, frá Kyrrðarbænasamtökunum. 

En á vef Kyrrðarbænasamtakanna segir m.a.:

Ein af þeim aðferðum sem litu dagsins ljós á 20. öld er Kyrrðarbæn (Centering prayer) en hún byggir á gamalli hefð sem lýst er í bókinni The Cloud of Unknowing sem skrifuð er á 14. öld af óþekktum enskum munki. Kyrrðarbæn er nútíma heiti fyrir þá aðferð sem Jesús talar um í Fjallræðunni. Hann boðar að: "En þegar þú biðst fyrir skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum" (Matt.6:6). Í tímanna rás hefur þessi bænaraðferð verið nefnd ýmsum nöfnum eins og t.d. pure prayer, prayer of the heart, prayer of simplicity, prayer og faith o.s.frv. (Thomas Keating).

Kyrrðarbæn er einstök og persónubundin aðferð sem býr okkur undir það að vera opin gagnvart Guði. Henni er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir aðrar bænir heldur má segja að Kyrrðarbænin auki dýpt þeirra. Kyrrðarbænin er ekki beiðni til Guðs um eitthvað né heldur úrlausn spurninga eða slökunaræfing. Í henni játumst við nærveru og verkan Guðs innra með okkur. Sá ásetningur getur síðan opnað augu okkar og skerpt athygli okkar á því að skynja nærveru hans á öllum tímum og í allri sköpun hans. (Af vef Kyrrðarbænasamtakanna)

Kyrrðarbænastundirnar eru öllum opnar og þáttaka er öllum að kostnaðarlausu. 

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kyrrðarbænastund í Grensáskirkju.