Á fimmtudögum kl. 18.15 er boðið upp á Kyrrðarbænastund í kapellu Grensáskirkju. Stundin er öllum opin.

Á heimasíðu Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi segir meðal annars um Kyrrðarbæn: 

Kyrrðarbæn er einstök og persónubundin aðferð sem býr okkur undir það að vera opin gagnvart Guði. Í henni játumst við nærveru og verkan Guðs innra með okkur. Hún er nálgun við Guð þar sem orð eru óþörf. Við kyrrum hugann, opnum hug okkar og hjörtu fyrir Guði sem umbreytir okkur í þögninni. Við hlustum eftir og tökum á móti nærveru og kærleiksríkri verkan Guðs í lífi okkar. 

Bænin byggir á orðlausri nálgun við Guð, þar sem biðjandinn tekur ákvörðun um að leitast við að opna hjarta sitt fyrir nærveru Guðs og verkan í lífi sínu. Þegar hugsanir eða hvers konar skynjannir trufla okkur í bæninni, sleppum við tökunum á þeim og snúum okkur aftur að Guði.

Sjá https://www.kyrrdarbaen.is/kristin-ihugun/kyrrdarbaen/