Kyrrðarbænastundir kl. 18.15 á fimmtudögum

Kyrrðarbæn er íslenska heitið fyrir hugleiðslubæn sem nefnist á ensku Centering Prayer. Þessi bænaleið er iðkuð um allan heim og á sér rætur í hugleiðsluhefð kristinnar kirkju.

Bænastundirnar eru í samvinnu við Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi, sjá https://www.kyrrdarbaen.is/. Fimmtudaginn 5. október er stundin í umsjá sr. Báru Friðriksdóttur. 

Við erum öll velkomin og þau sem ekki hafa komið áður fá allar upplýsingar við upphaf stundarinnar, gott að mæta tímanlega.