Kyrrðarbæn á aðventu
Kyrrðarbæn á aðventu
Grensáskirkja og Kyrrðarbænasamtökin bjóða til Kyrrðarbænar á fimmtudögum kl. 18.15-18.45. Tvö skipti eru eftir á aðventunni, þann 14. desember og 21. desember. Einnig verður boðið upp á Kyrrðarbæn á milli jóla og nýárs, þann 28. desember á sama tíma.
Umsjón með stundinni hafa Ingunn Björnsdóttir, sr. Bára Friðriksdóttir og sr. María G. Ágústsdóttir.
Stundin er öllum opin og þau sem eru að koma í fyrsta skipti fá leiðbeiningar um iðkunina. Gott er að mæta tímanlega í því skyni en fólk byrjar að safnast saman um sexleytið.
Verið velkomin í Grensáskirkju til að kyrra líkama, huga og sál í nánd jóla.
Myndina tók Rüdiger Seidenfaden í desember 2023.
Umsjónaraðili/-aðilar