Kyrrðar- og fyrirbænastund í þriðjudagshádegi
Kyrrðar- og fyrirbænastund í þriðjudagshádegi
Í hádeginu á þriðjudögum er kyrrðar- og fyrirbænastund í Grensáskirkju. Stundin hefst kl. 12 með orgelleik og síðan er stutt íhugunar- og bænastund í umsjá prestanna.
Kristín kirkjuvörður ber fram létta máltíð að stundinni lokinni gegn vægu gjaldi.
Hægt er að senda inn bænarefni á netfang prestanna:
Eða í síma Grensáskirkju 528 8510, opið 10-15 alla virka daga nema föstudaga.
Myndin á forsíðunni sýnir þyrnikórónu Krists, hluta af altarismynd Leifs Breiðfjörð.
Á myndinni hér til hliðar varpar sólin rauðum geislum á Biblíuna í gegn um altarismyndina.