Kórkonur úr Domus Vox

Í Grensáskirkju á þriðja sunnudegi í aðventu, 17. desember kl. 11, verða jólasálmarnir sungnir á víxl við ritningarlestra aðventunnar, í helgihaldi sunnudagsins. Formið verður því aðeins óhefðbundið og jólasálmarnir í forgrunni.

Við kveikjum einu kerti á, Þá nýfæddur Jesús, Það leiftrar, Hátíð fer að höndum ein, Far seg þá frétt, Bjart er yfir Betlehem, Guðs kristni í heimi, Forðum í bænum og fleiri sálmar og lög verða á dagskránni. 

Kórkonur úr Domus Vox munu synga undir stjórn Margrétar Pálmadóttur við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista. 

Séra Þorvaldur Víðisson mun flytja hugvekju og leiða stundina ásamt messuþjónum. 

Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju á aðventunni. 

Jólasálmarnir

Í Grensáskirkju á þriðja sunnudegi í aðventu, 17. desember kl. 11, verða jólasálmarnir sungnir á víxl við ritningarlestra aðventunnar, í helgihaldi sunnudagsins. Formið verður því aðeins óhefðbundið og jólasálmarnir í forgrunni.

Við kveikjum einu kerti á, Þá nýfæddur Jesús, Það leiftrar, Hátíð fer að höndum ein, Far seg þá frétt, Bjart er yfir Betlehem, Guðs kristni í heimi, Forðum í bænum og fleiri sálmar og lög verða á dagskránni. 

Kórkonur úr Domus Vox munu synga undir stjórn Margrétar Pálmadóttur við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista. 

Séra Þorvaldur Víðisson mun flytja hugvekju og leiða stundina ásamt messuþjónum. 

Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju á aðventunni. 

(Myndin af stjörnunni er fengin af heimasíðunni blóm og fiðrildi)