Gengið til altaris
Messa fer fram í Grensáskirkju sunnudaginn 26. október nk. kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Gengið verður til altaris.
Guðspjallatexti dagsins er ein af lækningarfrásögum Biblíunnar þar sem Jesús læknar lama mann, eins og segir í textanum. Jesús segir í því samhengi syndir þínar eru fyrirgefnar. Ekki voru farísear og fræðimenn ánægðir með að Jesú skyldi segja slíkt, því að fyrirgefa syndir er einungis á færi Guðs.
Verið hjartanlega velkomin til messu í Grensáskirkju.
Umsjónaraðili/-aðilar