Hvítasunnudagur kl. 11: Messa í Grensáskirkju
Hvítasunnudagur kl. 11: Messa í Grensáskirkju
Hvítasunnudagur er einn af mikilvægustu dögum kristinnar kirkju, stofnhátíð kirkjunnar og dagur heilags anda sem færir okkur nærveru og kraft Guðs. Við minnumst viðburðarins forðum þegar fólk alls staðar að tók að tala sama tungumál og fullkominn skilningur myndaðist á milli fjölbreytilegra hópa sem safnast höfðu saman í Jerúsalem.
Við bjóðum til messu kl. 11 í Grensáskirkju og kl. 13 í Bústaðakirkju. Þjónustuna í Grensáskirkju annast sr. María G. Ágústsdóttir ásamt messuhópi, Antoníu Hevesí og Kirkjukór Grensáskirkju.
Einnig verður messa kl. 14 á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Verum velkomin í samfélagið í kirkjunni á hvítasunnudag sem endranær.
Myndina gerði Iris Sullivan https://www.dreambirdstudio.com/
Umsjónaraðili/-aðilar