Messa í Grensáskirkju kl. 11

Guðsþjónusta fer fram í Grensáskirkju sunnudaginn 8. október nk. kl. 11. Gengið verður til altaris. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur kantórs kirkjunnar. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. 

Textar dagsins úr Biblíunni fjalla um spurninguna hvers Guð krefjist af okkur. Þar er m.a. frásögn af því er ungur ríkur maður spyr Jesú hvað hann þurfi að gera til að komast inn í himnaríki. Samtal Jesú og unga mannsins má finna í Markúsarguðspjalli, 10. kafla.

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Grensáskirkju. 

Samtal Jesú og unga ríka mannsins