Gulur september - guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11
Gulur september - guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11
Guðsþjónustan í Grensáskirkju kl. 11 sunnudaginn 10. september er tileinkuð Alþjóðaforvarnardegi sjálfsvíga og Gulum september. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Fjallað verður um Gulan september og á hvern hátt við getum hlúð hvert að öðru þegar lífið er erfitt og glætt von í eigin hjarta og annarra. Ásta Haraldsdóttir og Kirkjukór Grensáskirkju flytja fallega og nærandi tónlist og leiða söfnuðinn í almennum söng. Hægt verður að kveikja á kerti við bænastjakann í minningu og fyrirbæn. Verum hjartanlega velkomin. Kaffisopi á eftir.
Umsjónaraðili/-aðilar