Guðsþjónusta í Grensáskirkju 11. janúar kl. 11

Ásta Haraldsdóttir organisti Grensáskirkju ásamt Kirkjukór Grensáskirkju leiða söfnuðinn í söng.  Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  

Á sunnudaginn er 1. sunnudagur eftir þrettánda.  Þá heyrum við m.a. þessi orð lesin úr 1. Korintubréfi: "Mörg ykkar voru ekki vitur að manna dómi, ekki voldug eða ættstór. En Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur heimsku til að gera hinum vitru kinnroða..."

Með þessum orðum minnir Páll postuli okkur á það að öll höfum við hlutverki að gegna í þessri veröld. Hvaðan sem við komum, hver sem við erum. Að reynast hvert öðru bróðir eða systir þegar á reynir, það er okkar hlutverk. „Sá sem vill hrósa sér hrósi sér í Drottni.“

 

 

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Einar Benediktsson