Grensáskirkja: Frumflutt ný messa - innsetning sóknarprests

Á sunnudaginn kemur, þann 15. október, verður frumflutt í Grensáskirkju messa eftir Bjarna Gunnarsson, tónlistarmann og stærðfræðikennara. Þrír kórar flytja messuna, Kirkjukór Grensáskirkju, Karlakór KFUM og Ljósbrot, kvennakór KFUK. Stjórnendur kóranna eru Ásta Haraldsdóttir og Keith Reed. Tónskáldið leikur með á flygilinn. Messan hefst kl. 11. 

Í messunni verður dr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir sett inn í sóknarprestsþjónustu í Fossvogsprestakalli. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur, annast innsetninguna. Með þeim þjóna messuþjónar, formenn sóknarnefnda og Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli. 

Eftir messu verður borið fram hátíðarkaffi. Verið öll hjartanlega velkomin. 

Hér er frétt á vef þjóðkirkjunnar um þennan viðburð: 

https://www.kirkjan.is/frettir/frett/2023/10/11/Frumflutningur-a-nyrri-messu-i-Grensaskirkju/

Sjá viðburð á FB: https://www.facebook.com/events/236023906116057?ref=newsfeed