Aftansöngur í Grensáskirkju kl. 18 á aðfangadag

Á aðfangadagskvöld kl. 18 ganga jólin í garð og klukkurnar kalla okkur til aftansöngs í Grensáskirkju. Sr. María G. Ágústsdóttir, Ásta Haraldsdóttir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju þjóna. 

Einsöngvari er Marta Kristín Friðriksdóttir, sópran. 

Flutt verður hátíðatón Bjarna Þorsteinssonar. 

Við aftansöng á aðfangadagskvöld er meðal annars sungið:

Sú þjóð, er í myrkri gengur, sér mikið ljós.

Og þeim, er búa í náttmyrkranna landi,

ljómar fögur birta. 

Verum innilega velkomin til kirkju á jólunum. Gleðileg jól!