Berum hvert annað á bænarörmum

Fyrirbænastundir fara fram í Grensáskirkju á þriðjudögum í hádeginu. Stundirnar hefjast klukkan 12 með orgeltónlist frá Ástu Haraldsdóttur organista, sem leikur ljúfa orgeltóna til klukkan 12:10. Þá hefst fyrirbænastundin sjálf, sem samanstendur af ritningarlestrum, bænum og fyrirbænum. Hægt er að skrifa fyrirbænir á þar til gerð bænablöð og leggja í körfu, sem prestarnir lesa síðan, en einnig er hægt að hringja inn og óska eftir fyrirbænum fyrir sig, sína nánustu eða um önnur bænarefni. 

Prestar prestakallsins skiptast á að leiða stundirnar. 

Verið hjartanlega velkomin til kyrrðarstunda í Grensáskirkju í hádeginu á þriðjudögum, þar sem við berum hvert annað á bænarörmum. 

Viltu láta biðja fyrir þér og þínum?

Fyrirbænastundir fara fram í Grensáskirkju á þriðjudögum í hádeginu. Stundirnar hefjast klukkan 12 með orgeltónlist frá Ástu Haraldsdóttur organista, sem leikur ljúfa orgeltóna til klukkan 12:10. Þá hefst fyrirbænastundin sjálf, sem samanstendur af ritningarlestrum, bænum og fyrirbænum. Hægt er að skrifa fyrirbænir á þar til gerð bænablöð og leggja í körfu, sem prestarnir lesa síðan, en einnig er hægt að hringja inn og óska eftir fyrirbænum fyrir sig, sína nánustu eða um önnur bænarefni. 

Prestar prestakallsins skiptast á að leiða stundirnar. 

Verið hjartanlega velkomin til kyrrðarstunda í Grensáskirkju í hádeginu á þriðjudögum, þar sem við berum hvert annað á bænarörmum.