Föndur hjá Kirkjuprökkurum í Grensáskirkju

Við ætlum að föndra af hjartans list í Kirkjuprökkurunum okkar á þriðjudaginn. Við ætlum að velta því fyrir okkur hvað það merkir að vera manneskja og athuga hvort að við náum að koma því listilega niður á blað. Hlökkum til að föndra með ykkur. 

Sjö samverur í kirkjunni

Kirkjuprakkarar, fyrir börn á aldrinum 6-9 ára, eru á þriðjudögum kl. 14:50-16:00.

Boðið verður upp á sjö stundir, sex þriðjudaga og lokahóf í fjölskyldumessu í Grensáskirkju sunnudaginn 3. mars kl. 11.

Dagsetningar
Þriðjudaginn 23. janúar 
Þriðjudaginn 30. janúar 
Þriðjudaginn 6. febrúar 
Þriðjudaginn 13. febrúar 
Þriðjudaginn 20. febrúar
Þriðjudaginn 27. febrúar 
Sunnudaginn 3. mars - Uppskeruhátið í fjölskyldumessu

Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu kirkjunnar, undir flipanum Æskulýðsstarf.

Við hlökkum til að eiga skapandi og skemmtilegra stundir saman í kirkjunni okkar. Verið hjartanlega velkomin í barnastarfið í Grensáskirkju. 

Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur, daniel@kirkja.is, og leiðtogar.