Fjölskyldumessa í Grensáskirkju á æskulýðsdaginn

Fjölskyldu-stöðvamessa fer fram í Grensáskirkju sunnudaginn 3. mars sem er jafnframt æskulýðsdagurinn.

Áhersla verður á lifandi og skemmtilegt helgihald, þar sem allir aldurshópar ættu að finna sér eitthvað við hæfi. 

Æskulýðsdagurinn er sérstaklega frátekinn í kirkjunni fyrir unga fólkið okkar. Bænarefni fermingarbarna verða borin fram og uppáhaldslög barnastarfsins sungin.

Sr. Þorvaldur og sr. Danni þjóna ásamt messuþjónum og ungleiðtogum. Ásta Haraldsdóttir organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kirkjukór Grensáskirkju. Ketill Ágústsson, spilar og syngur eins og honum einum er lagið.

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Grensáskirkju.