Fjölskyldumessa

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 11 verður fjölskyldumessa í Grensáskirkju þar sem leiðtogar æskulýðsstarfsins leiða þjónustuna.

Umfjöllunarefni dagsins eru hæfileikar. Ásta Haraldsdóttir kantor leiðir tónlistina og stjórnar Kór Grensáskirkju. Létt og skemmtileg messa þar sem unga fólkið fær að láta ljós sitt skína.

Séra Laufey Brá og Sólveig  æskulýðsfulltrúi verða unga fólkinu til aðstoðar.

Sjáumst og njótum saman í Grensáskirkju.