Fjölskylduguðsþjónusta og barnamessa í Grensáskirkju

Við erum öll velkomin í fjölskylduguðsþjónustu í Grensáskirkju sunnudaginn 26. mars kl. 11 - fjölskyldurnar sem sækja barnamessurnar í Bústaðakirkju alveg sérstaklega. Sr. Solveig Lára, fv. vígslubiskup á Hólum, Sólveig, æskulýðsfulltrúi, Maya, leiðtogi og messuþjónar taka vel á móti öllum og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir okkur í söngnum ásamt Ástu Haraldsdóttur, kantór Grensáskirkju. Næsta sunnudag, á pálmasunnudag, höfum við sama fyrirkomulag, enda er verið að ferma í Bústaðakirkju báða morgna.