Félagsstarf eldriborgara hefst 10. sept kl 13:00

Félagsstarf eldriborgara verður á sínum stað í vetur og hefst 10. september. Góðir gestir koma í heimsókn og við njótum samvista með hvort öðru. Stundirnar eru þannig byggaðar upp. kl 13:00 er fólk að koma í hús, spjallað og skrafað saman. 13:30 er boðið upp á slökun í kapellu,  Hólmfríður djákni leiðir. 14: 15 eru hugleiðing og bæn, prestar söfnuðanna leiða. 14:30 kaffi og veitingar að hætti Andreu. Gestir dagsins stíga á stokk á meðan kaffið er. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í vetur, nýtt fólk ávallt velkomið.