Batamessa kl. 17 í Grensáskirkju

Í Grensáskirkju hafa sjálfboðaliðar frá samtökunum Vinum í bata boðið upp á tólfsporastarf í á annan áratug. Fyrsta sunnudag í nóvember er hefð fyrir því að halda svokallaða Batamessu í Grensáskirkju þar sem fólk sem þekkir til eða hefur áhuga á sporunum tólf kemur saman til að eiga góða stund og spjalla yfir kaffiveitingum á eftir. 

Sólrún Ósk Siguroddsdóttir annast undirbúning messunnar ásamt prestum Fossvogsprestakalls. Ásta Haraldsdóttir er organisti og kvennakórinn Söngspírurnar syngur með og fyrir okkur. Sr. María G. Ágústsdóttir leiðir stundina. 

Við erum öll hjartanlega velkomin. 

Á heimasíðu Vina í bata er sagt frá messunni: 

https://viniribata.is/batamessan-5-november-verdur-i-grensaskirkju-kl-17-00/

Myndin er tekin úti í myrkrinu að kvöld fimmtudagsins 2. nóvember og horft upp á gluggann fallega eftir Leif Breiðfjörð eins og hann blasir við utanfrá þegar kirkjan er uppljómuð.