Æskulýðsstarf
Spilakvöld
Þriðjudaginn 18. nóvember verður spilakvöld í Pony.
Gaman saman!
Spilakvöld í Pony
Æskulýðsstarf
Æskulýðsfélagið Pony er æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk. Æskulýðsfundirnir fara fram í safnaðarheimili Grensáskirkju, gengið inn um aðalinnganginn, á þriðjudögum klukkan 20.00-21.30. Félagið er samstarfsverkefni Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Þátttaka er ókeypis.
Æskulýðsfélagið er vettvangur unglinga til að leika, læra og efla bænalíf sitt í góðu og heilbrigðu umhverfi. Áhersla er á að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega. Félagið tekur virkan þátt í viðburðum og mótum ÆSKH og ÆSKÞ.
Umsjón með æskulýðsstarfinu hafa Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi, Árni Þorberg Hólmgrímsson, Iðunn Helga Zimsen, Gréta Petrína Zimsen og Gabríel Bjarmi Jónsson æskulýðsleiðtogar ásamt ungleiðtogum. Upplýsingar um starfið veitir Sólveig á solveig@kirkja.is.