Vígsludagur Grensáskirkju er annar sunnudagur í aðventu. Þann dag, sem að þessu sinni er 4. desember, höldum við aðventuhátíð kl. 17.

Við fáum fagra og hátíðlega tóna frá fiðlusveit frá Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík og fermingarhópur vorsins 2023 flytur ljósaleik með ritningarlestrum aðventunnar. Kirkjukór Grensáskirkju og Ásta Haraldsdóttir kantor syngja fyrir okkur og leiða almennan söng.

Hátíðarræðu flytur Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Biskupsstofu, en Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína í skrifstofuálmu Grensáskirkju.

Umsjón með stundinni hafa sr. María G. Ágústsdóttir, sr. Þorvaldur Víðisson og Þuríður Guðnadóttir sem ber fram veitingar í forsal kirkjunnar að stundinni lokinni. Verum velkomin til hátíðar í Grensáskirkju.