Date
10
2022 July

Kvöldmessa í Bústaðakirkju

Sunnudaginn 10. júlí klukkan 20 verður kvöldmessa í Bústaðakirkju. Taize sálmar og fleiri sálmar og heimilislegt helgihald með bænum og hugleiðingu. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða söng undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir stundina ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomin.

Date
26
2022 maí

Uppstigningardagur í Bústaðakirkju og á Rás eitt

Útvarpsmessa uppstigningardags var send út frá Bústaðakirkju í beinni útsendingu á Rás eitt Ríkisútvarpsins. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni prédikaði, Kammerkór Bústaðakirkju söng undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Margrét Hannesdóttir sungu einsöng. Laufey Erla Kristjánsdóttir las ritningarlestra og séra Þorvaldur Víðisson þjónaði fyrir altari. Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Bestu þakkir fyrir samveruna.