02
2024 December

Börn, fjölskyldur, kór og kaka

Fjölskyldumessa fór fram í Grensáskirkju sunnudaginn 10. nóvember sl. kl. 11:00. Stundin var jafnframt uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem börnin voru í fyrirrúmi og tóku virkan þátt. 

Yngri kvennahópur frá Domus Vox söng undir stjórn Margrétar Pálmadóttur við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista. 

Séra Sigríður Kristín Helgadóttir flutti hugvekju og leiddi stundina ásamt Sólveigu Franklínsdóttur æskulýðsfulltrúa, leiðtogum og messuþjónum.

Boðið var upp á veglegt kaffisamsæti að athöfn lokinni, sem messuþjónarnir höfðu veg og vanda að. Þar var m.a. búið að panta dýrindis köku sem skreytt var yfirskrift barna- og æskulýðsstarfs vetrarins: Við erum friðflytjendur.  Það er nú einmitt það sem við skulum leitast við að vera í okkar hversdagslífi, friðflytjendur, okkur og öllum til gæfu og blessunar. 

Við þökkum öllum hjartanlega við þátttökuna í fjölskyldumessunni og uppskeruhátíð barnastarfsins.

Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju.