02
2024 December

Útvarpsmessan á Rás eitt verður úr Grensáskirkju

Sunnudaginn 11. júní kl. 11:00 mun Ríkisútvarpið Rás eitt útvarpa helgihaldi frá Grensáskirkju. Um er að ræða guðsþjónustu dagsins í útvarpinu, en á hverjum sunnudegi og helgidegi ársins er guðsþjónusta í útvarpi allra landsmanna. 

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir mun prédika og þjóna fyrir altari. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris, organista Bústaðakirkju, sem er þessa dagana að leysa af Ástu Haraldsdóttur, organista Grensáskirkju. 

 

Líf af eigum sínum?

Sunnudagurinn 11. júní er fyrsti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Texta dagsins má finna hér: 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Köllun í kærleika (kirkjan.is), en í guðspjalli dagsins fjallar Jesús m.a. um að menn geti ekki þegið líf af eigum sínum. 

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Guðsþjónustan er á dagskrá Rásar eitt, sunnudaginn 11. júní nk. kl. 11. Í kjölfarið verður einnig hægt að hlusta á helgihaldið í spilara RÚV. 

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Grensáskirkju og verið einnig hjartanlega velkomin að viðtækjunum.