05
2024 December

Tónlistarskólinn í Grafarvogi

Tóngraf og Tónfoss mun bjóða upp á forskólanám og kór í Bústaðakirkju frá haustinu 2022. Nemendur munu fá fjölmörg tækifæri til að koma fram við ýmsar uppákomur í Bústaðakirkju. Ungtónlist í Bústaðakirkju hefur verið takmörkuð síðustu tvö ár vegna Covid faraldurs en nú verður framboðið eflt á ný. Kirkjan er miðsvæðis í Bústaðahverfi og eru það ánægjuleg tíðindi að geta boðið börnum upp á að sækja tónlistarnám í sínu nágrenni. Kennari er Edda Austmann söngkona og meðleikari er Jónas Þórir Þórisson en bæði hafa þau starfað við tónlistarflutning í Bústaðakirkju til fjölda ára. Sótt er um fornám hjá Tónlistarskólanum í Grafarvogi á Rafrænni Reykjavík, rvk.is.